Berðu virðingu fyrir öllu dýralífi
Fylgstu með og lærðu um dýrlíf úr fjarlægð. Ekki trufla dýralíf bara til að sjá betur. Hafðu með þér kíki ef þú vilt sjá betur. Vertu í hæfilegri fjarlægð þannig að þú hræðir ekki dýrin eða styggir. Stórir hópar ferðalanga valda meiri skaða á umhverfinu og geta truflað dýralíf. Því skaltu ferðast um í litlum hópum. Ef hópurinn er stór þá skaltu skipta honum upp í smærri hópa til að lágmarka áhrif.
Snöggar hreyfingar og hávaði er stressandi fyri dýr. Því skaltu venja þig á að ferðast hljóðlega og ef þú þarft endilega að vera með kveikt á símanum þínum hafðu hann þá á „án hljóðs”. Ekki snerta, nálgast eða fóðra villt dýr.
Tillitssamir ferðalangar fylgjast með villtu dýralífi úr fjarlægð, þeir gefa dýrunum gott svigrum til eðlilegra athafna og passa upp á að rusl og matarleifar verði ekki eftir þá. Munum að við erum gestir í ríki þeirra.