Skildu eftir það sem þú finnur

Leyfum öðrum að njóta tilfinningar uppgötvunar með því að skilja eftir steina, plöntur, fornleifar og hvaðeina sem vekur athygli okkar og  verður á vegi okkar. Skiljum eftir það sem við finnum til gleði og ánægju fyrir þá sem á eftir koma.

Lágmarkið áhrif á heimsótt svæði

Skildu við svæði eins og þú komst að því. Ekki grafa skurði eða holur. Ekki smíða garðhúsgögn úr nálægum náttúrulegum efnum með því að drösla inn á tjaldsvæðið viðardrumbum og steinum. Vertu frekar forsjáll og taktu með þér léttan sambrjótanlegan tjaldstól ef þú trystir þér ekki til að sitja á jörðinni eða varðeldasesu ef þú býst við blautviðri. Ef þú þarft að hreinsa steina undan tjaldskör við tjöldun settu þá aftur á sinn stað áður en þú ferð. Fylgdu þeirri meginhugmynd að við finnum gott tjaldstæði en búum það ekki til.

Forðist að skemma lifandi gróður

Það að týna blóm virðist ekki hafa mikil áhrif og ef aðeins nokkur blóm væru týnd hefði það ekki áhrif. En ef allir gestir týna nokkur blóm getur það haft mikil áhrif. Því ætti að láta sér nægja að horfa og taka myndir í stað þess að slíta þau upp. Reyndir ferðalangar gætu haft gaman að því að smakka á ætum jurtum en athuga skildi að gera það varfærnislega svo það hafi ekki sjáanleg áhrif.

Skilja skal eftir náttúrulega hluti og menningarleifar

Náttúrulegir munir eins og hreindýrahorn, steinrunnin tré og fagurlitaðir steinar bæta lund óbyggðarferðalangsins, það gleður augun og bætir við ævintýrið. Því ætti að skilja við slíka hluti eins og að var komið fyrir aðra ferðalanga að njóta. Í þjóðgörðum og á öðrum stöðum er bannað að taka slíka hluti með sér. Samkvæmt þjóðminjalögum er bannað að hrófla við menningarverðmætum og fornleifum. Finnist slíkir hlutir ber að tilkynna það til þar til bærra yfirvalda.