Án Ummerkja er útvistarsiðfræði sem  leitast við að breyta hegðun einstaklinga með innri þörf þeirra sem byggist á persónulegu siðferði. Við teljum að fræðsla sé lykillinn sem geri gæfumuninn í hvaða aðstæðum sem er. Samt sem áður er fræðslan ein og sér ekki nóg til að breyta hegðuninni. Breytingin verður að koma að innan. Það þarf að vera okkar eigið breytta siðferði sem rekur okkur áfram. Við þurfum að breyta hugsun okkar hvernig við nálgumst verkefnin sem fyrir okkur liggja úti í náttúrunni sem leiða okkur til að taka jákvæðar ákvarðanir og fylgja eftir í aðgerðum okkar. Án Ummerkja er meira en viðmiðunarreglur, það er hugsunarháttur, hugarástand, tilvera í heimi þar sem við tökum jákvæðar ákvarðanir til að skapa það umhverfi sem við viljum lifa í. Þetta snýst allt um að bera ábyrgð á því sem skiptir okkur máli, hvort sem það er að eiga gæða samskipti við aðra eða taka með sér allt rusl. Þá gerum við þetta af því að það gerir tilveru okkar mun bærilegri fyrir okkur öll! Þetta snýst ekki um hvað við gerðum í gær, heldur hvað við ætlum að gera á morgun!

Lífsreglur Án Ummerkja byggja á varanlegri virðingu fyrir náttúrunni. Þessi virðing að viðbættri góðri dómgreind og næmni gefa okkur tækifæri til að beita þessum aðferðum í einstökum aðstæðum hvers og eins.  Þannig að við getum ferðast án ummerkja.

Sjö kennisetningar Án Ummerkja:

  1. Skipuleggðu og undirbúðu
  2. Ferðastu um og tjaldaðu þar sem gróður og jarðvegur þolir
  3. Losaðu þig við úrgang á viðeigandi hátt
  4. Skildu eftir það sem þú finnur
  5. Haltu áhrifum varðelda og eldstæða í lágmarki
  6. Berðu virðingu fyrir öllu dýralífi
  7. Taktu tillit til annarra gesta

© Leave No Trace © Án Ummerkja – anummerkja@anummerkja.is