Losaðu þig við úrgang á viðeigandi hátt

Rétt förgun á úrgangi frá mönnum er mikilvæg til að forðast mengun vatnsbóla, forðast neikvæðar afleiðingar þess að einhver annar gangi fram á úrgangin, að lágmarka möguleika á útbreiðslu sjúkdoma og hámarka niðurbrot efna.

Á flestum stöðum náum við þessum markmiðum með því að grafa úrganginn. Á sumum stöðum er farið að krefjast þess að hann sé tekinn með út af svæðinu. Því er mikilvægt að kynna sér þær reglur sem eru til staðar á þeim svæðum þar sem áætlað er að ferðast um.

Gangstætt því sem almennt er talið sýna rannsóknir að það að grafa saur hægir á niðurbroti (m.a. í Rocky Mountains þjóðgarðinum). Sýklar hafa fundist lifandi ári eftir að saur var grafinn. Þó er ljóst í ljósi annarra vandkvæða varðandi saur að best er að grafa hann þar sem því verður við komið. Vegna hægrar rotnunar er þó nausynlegt að velja réttan stað fjarri vatni, tjaldstæði og mikið notuðum svæðum, eins og t.d. göngustígum.

Náðhola (Cathole) sbr. náðhús cathole.jpg

Náðhola er viðurkennd aðferð við förgun. Finna skal stað sem er a.m.k. 70 metra frá vatni, gönguleið og tjaldstæði. Velja skal stað þar sem ólíklegt er að einhver fari um og er ekki aðsýnilegur. Grafa skal holu sem er ca 15-20 cm djúp og 10-15 cm breið. Hylja ætti og fela náðholuna með náttúrulegu efni að því loknu. Ef tjaldað er til nokkurra nátta eða í st´roum hópi ætti að dreifa náðholunum víða.

Útbreiddast viðurkennda aðferð við förgun úrgangs frá mönnum er náðholan. Kostir hennar eru:

  • Hana er auðvelt að grafa á flestum svæðum.
  • Hana eru auðvelt að dylja eftir notkun.
  • Hún eru persónuleg eða prívat.
  • Hún dreifir úrgang frekar en að safna honum (sem eykur niðurbrot).
  • það er yfirleitt auðvelt finna stað þar sem þú getur verið út af fyrir þig og að engin rekist á náðholuna.

Kamar á víðavangi

Þó að mælt sé með að nota náðholu við flestar aðstæður, getur komið upp að betra sé að útbúa kamar eða fjölnota náðholu. Sérstaklega ef börn eru með í för eða þegar tjaldað er til margra nátta. Sömu viðmiðanir eru notaðar og við gerð náðholu varðandi fjarlægðir. En þar sem búast má við meira magni af saur er staðsetning mjög mikilvæg sérstaklega með tilliti til langs niðurbrotstíma. Góð leið til að hraða rotnun og minnka lykt er að henda í handfylli af jarðvegi eftir hverja notkun.

Salernispappír

Nota skal salernispappír sparlega og notast aðeins við hvítan endurunnin pappír án lyktar. Salernispappír skal fargað á viðeigandi hátt! Annað hvort með því að grafa hann rækilega ofan í náðholuna eða að taka hann með sér sem gott er að venja sig við sérstaklega við fjölfarnar leiðir. Ekki er mælt með því að brenna pappír í náðholu.

Besta leiðin til að ferðast Án Umerkja er að setja salernispappír í plastpoka og taka hann með sér.

Dömubindi og túrtappar.

Rétt förgun á dömubindum og túrtöppum er að setja í plastpoka og taka með sér. Aldrei ætti að grafa slíkt með í náðholu!

Þvag

Þvag hefur lítinn bein áhrif á gróður eða jarðveg. Í sumum tilfellum geta dýr laðast að þvagi. Þó skal varast að pissa í læk eða á ef þú ert ekki viss um hvað er neðar í farveginum. Eins er það tillitsemi við aðra ferðalanga ef pissað er í snjó að róta upp smá holu og hylja að loknu þvagláti.