Fullnægjandi ferðarskipulagning og ferðarundirbúningur hjálpar ferðamönnum að ná markmiðum sínum á öruggan og ánægjulegan hátt, sem og lágmarka skemmdir á landi .

Undirbúningur ferðar

Ófullnægjandi áætlanagerð leiðir oft af sér vansæla ferðamenn og skemmdir á náttúrulegum og menningarlegum auðlindum. Öll þekkjum við sögur af vanbúnum ferðamönnum sem hafa sett sjálfa sig og umhverfi sitt í hættu vegna óvæntra aðstæðna sem þeir lentu í og voru ekki undirbúnir fyrir. Í þessu sambandi er gott að hafa Fjallareglurnar 10 í huga.

Hvers vegna er undirbúningur mikilvægur ?

 • Það  tryggir öryggi hópa og einstaklinga .
 • Það undirbýr þig undir að  ferðast Án Ummerkja og lágmarkar áhrif ferðalagsins á umhverfið
 • Það eykur líkurnar að ná markmiðum ferðarinnar á  öruggan og ánægjulegan hátt .
 • Það eykur sjálfstraust og tækifæri til að læra meira um náttúruna .

Sjö þættir til að hafa í huga þegar ferð er skipulögð

 1. Gera sér grein fyrir tilgangi og markmiðum ferða.
 2. Þekkja kunnáttu og getu ferðafélaga.
 3. Velja skal áfangastaði sem passa markmiðum þínum, færni og hæfileikum.
 4. Afla sér upplýsinga um svæði sem ferðast á um, t.d. af kortum og úr bókum
 5. Velja skal búnað og fatnað með þægindi og öryggi í huga.
 6. Skipuleggja ferðartilhögun og afþreyingu sem passar við markmið þín, færni og hæfileika.
 7. Gott er að endurmeta ferð í ferðarlok og nóta hjá sér það sem betur má fara fyrir næstu ferð.

Önnur atriði til athugunar:

 • Veður
 • Landsvæði
 • Reglugerðir / takmarkanir
 • Mörk einkalanda
 • Stærð hóps (eru takmarkanir til staðar, m.t.t. tilgangs ferðar og viðmið Án Ummerkja)
 • Meðalgönguhraði hóps
 • Fæðuþörf (afgangar skilja eftir sig ummerki!)

Máltíðir eru mjög mikilvægur þáttur við skipulagningu ferða sem getur ef illa er að verki staðið leitt til neikvæðra áhrifa hópsins á umhverfi sitt.

Kostir góðrar fóður áætlunar :

 • Minna rusl.
 • Minni pökkunar þyngd , sem leiðir til meiri gönguhraða og minna erfiðis .
 • Minni áhersla á  eldun.

Einspotta máltíðir og matarumpökkun

Gott er að gera ráð fyrir einspotts máltíðum og léttu snarli á ferðalögum, það krefst minni pökkunar og undirbúningstíma fyrir eldun. Þar af leiðandi verður bakpokinn léttari og minna rusl sem þarf að bera með sér til byggða.  Einspotts máltíðir krefjast lágmarks eldunaráhalda og hitunartækja. Tvo prímusa er hægt að nota til að elda allar máltíðir fyrir stóra hópa ef þú hefur tvo stóra potta (einn stór pottur kemst hæglega ofan á tvo prímusa ef snöggrar upphitunar er óskað). Mundu að eldamennska með prímusi er Án Ummerkja. Setja ætti sem mest af mat í endurlokanlega umbúðir eins og t.d. svokallaða „Zip-lock”-poka. Þ.e. maður ætti að venja sig að umpakka sem mest af matvælum úr neytendapakkningum sem eru gjarnan miklar um sig og setja í endurnýtanlegar umbúðir sem eru léttari og taka minna pláss. Þessi aðferð minnkar líka stórlega það rusl sem þarf að bera með sér að ekki sé talað um ef um stóra hópa er að ræða. Þá er einng hægt að kaupa stærri einingar, mæla áætlað magn sem þarf að taka með og setja minni endurnýtanlegar pakkningar. Þetta krefst þess náttúrulega að gerð sé áætlun um fóðurþörf. Þessi aðferð gerir það og að verkum að auðvelt er að taka með til byggða það sem af gengur og útrýmir hvatanum til að fara grafa rusl. Eitthvað sem aldrei ætti að gera!