Hæ! Hefur þú brennandi áhuga á útiveru og velferð jarðar? Við hjá Án Ummerkja viljum varðveita fegurð og undur náttúrunnar fyrir komandi kynslóðir. Skoðaðu vefsíðuna okkar og kynntu þér ábendingar og bestu starfsvenjur til að lágmarka fótspor okkar og halda náttúrunni óspilltri! Hvort sem þú ert vanur landkönnuður eða helgarflakkari þá höfum við eitthvað fyrir alla. Kynntu þér kennisetningar okkar og lærðu að ferðast án ummerkja.
Kennisetningar Án Ummerkja (Leave No Trace Principles) eiga rætur sínar að rekja til skilaboða bandarísku ríkisskóga stofnunarinnar ( US Forrest Service) á áttunda áratugnum varðandi hvernig ætti að tjalda á svæðum í þeirra umsjá með sem minnstu hnjaski. Þar á bæ höfðu menn gert sér grein fyrir mikilvægi þess að setja fram samræmd skilaboð varðandi ferðahegðun á svæðum í umsjón stofnunarinnar. Fram að þeim tíma hafði hver stjórnandi um sig sjálfsvald með hvaða hætti það væri gert. Leiddi það til misskilnings og óöryggi ferðalanga um hvaða reglur giltu í raun og vera á hverju svæði. Þ.e. það sem var ekki í boði á einu svæði var leyfilegt á öðru. Var því um mikið framfaraskref að ræða þegar þessi skilaboð og reglur voru samræmdar
Frá árinu 1990 hefur sérstök stofnun, Leave No Trace Center For Outdoor Ethics (LNT), haldið utan um gerð fræðsluefnis og hófst þá samstaf við National Outdoor Leadership School (NOLS) um þjálfun leiðbeinenda og þróun kennsluefnis. Hlutverk þeirra er að stuðla að og vekja fólk til umhugsunar um ábyrga útivistarhegðun. Dagskráin byggir á sjö leiðbeinandi kennisetningum sem hvetja m.a. til skipulagningar og undirbúnings ferðalags til að minnka áhrif, “pakkaðu því niður og út” hegðun varðandi úrgang og tillitsemi við aðra gesti. Í dag er þessi dagskrá mjög útbreidd og hefur teygt anga sína út fyrir Bandaríkin og notfæra sér sem dæmi allir þjóðgarðar Bandaríkjanna (US National Park Service) sér þessa dagskrá með merkjanlegum árangri, til að sporna við neikvæðum áhrifum ferðamennsku á útivistarsvæðum.