Við kynntumst Leave No Trace lífsreglunum árið 2007 og höfum ferðast síðan með aðferðum Án Ummerkja um íslenska náttúru. Það var svo árið 2012 að okkur gafst tækifæri á að senda fulltrúa á námskeið á vegum NOLS (National Outdoor Leadership School) í Yellowstone USA. Svokallað Master Educator námskeið sem gefur þátttakendum réttindi til að halda námskeið sem eru vottuð af Leave No Trace Center For Outdoor Ethics. Fulltrúi okkar var Guðmundur Björnsson, sem hefur mikla og langa reynslu af leiðsögn og ferðalögum bæði hér heima og erlendis. Guðmundur er ferðamálafræðingur MSc frá HÍ og leiðsögumaður frá EHÍ. Án Ummerkja hefur verið stoltur aðili að Leave No Trace frá árinu 2012.

Mikill hluti námskeiðsins fólst í jafningjafræðslu. Hér segir Guðmundur frá ferðamennsku á Hálendi Íslands.
Hér er Mathieu Brown prófessor við Prescott College í Arizona að kenna þátttakendum hvernig eigi að meðhöndla vatn sem tekið er úr lækjum Yellowstone. Eitthvað sem við hér á Fróni erum ókunnug.
Rétt ferðahegðun. Gengið tryggilega frá öllum matvælum úr seilingarfjarlægð frá villtum dýrum. Sérstakelga björnum sem héldu sig í nágrenninu og höfðu orðið á vegi göngumanna fyrr þennan dag.
Rétt ferðahegðun. Leitað af tjaldstæði í a.m.k. 70 metra frá vatnsbóli.
Rétt ferðahegðun. Gengið utan stíga. Þá dreifir hópurinn sér svo hann ferðist Án Ummerkja.
Rétt ferðahegðun. Ferðast á stíg í einfaldri röð.

Efni á þessa heimasíðu er sótt víða að og er það von okkar að hún muni vaxa og dafna þegar fram líða stundir. Heimilda ef þær eru kunnar er getið neðst á hverri síðu. En til að gera texta læsilegri er þó ekki fylgt ströngustu kröfum þar um. Allar ábendingar um það sem betur má fara eru vel þegnar. öll afritun efnis og mynda er óheimil nema með leyfi Án Ummerkja.

© Leave No Trace © Án Ummerkja – anummerkja@anummerkja.is