- Gerðu raunhæfa ferðaáætlun með hliðsjón af landakortum og árstíð.
- Tilkynntu um:
- Hvenær þú ætlar að fara
- Hvert þú ætlar
- Hverjir fara
- Hvenær þú hyggst koma til baka.
- Langferðir krefjast þjálfunar. Ekki leggja upp í langferð án undirbúnings. Gefðu þér nægan tíma og haltu jöfnum hraða. Fylgstu með ferðafélögunum og gættu þess að enginn dragist mikið aftur úr.
- Fylgstu með veðurspám og veðurútliti. Haltu ekki áfram skeytingarlaust ef veður versnar
- Snúðu við í tæka tíð. Það er engin skömm af því að vera skynsamur. Farðu að ráðum reyndra fjallamanna
- Ætlaðu þér ekki um of í byrjun. Þegar þú hefur öðlast reynslu getur þú lagt í erfiðri ferðir.
- Vertu viðbúinn því versta, jafnvel í stuttum ferðum. Hafðu ávallt meðferðis lágmarksútbúnað, s.s.:
- Nesti til sólarhrings
- Hlífðarföt
- Varafatnaður
- Landakort
- Áttaviti
- Flauta
- Neyðarblys
- Sjúkrabúnaður
- Ferðastu ekki einsamall. Haltu hópinn og fylgdu fararstjóranum.
- Ef þú lendir í villu eða slæmu veðri skaltu spara kraftana og leita skjóls í tæka tíð.
- Gleymdu ekki góða skapinu.