Gerðu raunhæfa ferðaáætlun með hliðsjón af landakortum og árstíð.
Tilkynntu um:
Hvenær þú ætlar að fara
Hvert þú ætlar
Hverjir fara
Hvenær þú hyggst koma til baka.
Langferðir krefjast þjálfunar. Ekki leggja upp í langferð án undirbúnings. Gefðu þér nægan tíma og haltu jöfnum hraða. Fylgstu með ferðafélögunum og gættu þess að enginn dragist mikið aftur úr.
Fylgstu með veðurspám og veðurútliti. Haltu ekki áfram skeytingarlaust ef veður versnar
Snúðu við í tæka tíð. Það er engin skömm af því að vera skynsamur. Farðu að ráðum reyndra fjallamanna
Ætlaðu þér ekki um of í byrjun. Þegar þú hefur öðlast reynslu getur þú lagt í erfiðri ferðir.
Vertu viðbúinn því versta, jafnvel í stuttum ferðum. Hafðu ávallt meðferðis lágmarksútbúnað, s.s.:
Nesti til sólarhrings
Hlífðarföt
Varafatnaður
Landakort
Áttaviti
Flauta
Neyðarblys
Sjúkrabúnaður
Ferðastu ekki einsamall. Haltu hópinn og fylgdu fararstjóranum.
Ef þú lendir í villu eða slæmu veðri skaltu spara kraftana og leita skjóls í tæka tíð.